12.1.2008 | 18:38
Skamm Dominos
Við höfum öll keypt pizzur á MEGAVIKU. Við höfum höfum öll orðið södd af fínni sneið og skilið endann eftir með góða tilfinningu í hjarta, haldandi það að við höfum gert kostakjör og eigum skilið að vera södd og sæl, buddunnar og magans vegna. Þetta er rangt! Það er ekkert ódýrara að kaupa pizzu á MEGAVIKU en á öðrum tímum - það er bara sett upp öðruvísi? En það er ekki umræðuefnið að þessu sinni, heldur ófyrirgefanleg vanvirðing og heimakærleiki DOMINOS,- hér er dæmi sem er tekið óbreytt úr mínum sérvitra raunveruleika...
Á megaviku get ég ekki skipt pizzunni minni? Afhverju í andsk get ég ekki ákveðið sjálfur hvað er á minni pizzu þótt DOMINOS sé með einhverja auglýsingaherferð í gangi? Svörin sem ég hef fengið eru þau að það er svo mikið að gera! Það er í sjálfum sér afsakanlegt að einhverju leiti en ekki þegar klukkan er 11:21 og ég var staddur á svölum í kópavogi þar sem ég sá staðinn og þegar ég gekk að ná í pizzunna var enginn önnur pöntun en mín á hillunni... Afhverju er þeim svona skítsama um okkar þarfir að reyna ekki einu sinni? Þetta er einfallt tölvudaæmi sem að vel þjálfaður api gæti lært að tileinka sér - en NEI það er ekki hægt! Það er bara hægt á okkar skilmálum og þegar okkur hentar... og svo ég endi á setningunni sem ég fékk sjálfur - "Ætlaru að panta pizzu eða ekki"?
Seinna dæmið er hlutur sem ég lendi iðulega í þegar ég panta pizzu,,, ég er byrjaður að setja mig í stellingar áður en ég hringji afþví ég skammast mín fyrir að vera svona kræfur.. Ég vill pizzunna mína alltaf eins... En ég vill fá chillypipar á helminginn nema ég vill að piparnum sé dreyft á sitthvorn af tveimur helmingunum. NEI ÞETTA ER EKKI HÆGT!!!! En JÚ þetta er nefnilega ekkert mál og ég fæ þetta alltaf í gegn en ég þarf alltaf að rífast og tala við vaktstjóra og lenda í einhverju rugli. Er þetta eðlilegt að svona stórt þjónustu fyrirtæki í matvælaiðnaði geti ekki gert mér til geðs - það þarf bara að bæta við tveimur tölustöfum í pöntunina og senda email á alla bakarana til að þetta geti gengið en NEI viðhorf DOMINOS er að þetta sé ekki hægt!!!!!!
Ég verð að taka fram að það er mest "gott fólk" sem vinnur á DOMINOS og í flest skipti sem ég hef fengið að tala við bakarann eða einhvern á þeim stað sem sér um pizzuna hefur þetta verið "ekkert mál" og þeir sjálfir hissa á skeytingarleysi þjónustuversins..
Bottom line: Þegar pizza kostar næstum 3kall í heimsendingu og er dýrasta pizza í heimi vill ég fá lágmarks þjónustulund og skilning - er það of mikils mælst?????
Athugasemdir
ágætis pistill hjá þér
Adda bloggar, 12.1.2008 kl. 18:53
Mér finnst yndislegt að það sé til fólk sem nennir að taka það að sér að röfla um þessa hluti, því ekki mundi ég nenna því. Bara sætta mig við þá og þakka feimnislega fyrir mig, en blóta þessu svo í hausnum... Með öðrum orðum, láta vaða yfir mig á skítugum hrokanum. Auðvitað er þetta ekki í lagi, við erum bara löngu orðin svo peningagráðugt samfélag að einn Jónsi útí bæ skiptir Dominos eða eitthvað af þessum "stóru köllum" engu máli.. Mér finnst að þú eigir að standa með sjálfum þér og láta aaalla lesa þetta. :)
Maríaaaa (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:43
Ég var að lesa þetta hjá þér og verð að leiðrétta þig og útskýra smá
Ástæða fyrir því að fólk getur ekki komið með sérþarfir á megaviku er sú að gríðalegt álag er á bökurum og ómögulegt fyrir þá að taka eftir því , sem dæmi á seinustu megaviku þá voru yfir 500 pantanir á eini búð og útskýrir það málið
Þú segir að það sé ekki ódýrara að kaupa pizzu á megaviku hvernig færð þú það út
,,Þetta er einfallt tölvudaæmi sem að vel þjálfaður api gæti lært að tileinka sér - en NEI það er ekki hægt! Það er bara hægt á okkar skilmálum og þegar okkur hentar... og svo ég endi á setningunni sem ég fékk sjálfur - "Ætlaru að panta pizzu eða ekki"?
Þetta er ekki létt fyrir þá sem eru nýbyrjaðir og eru þeir oft stressaðir útaf mjög dónalegu fólki sem er að hringja og heldur að það sé eitt í heiminum.
Ég verð að taka fram að það er mest "gott fólk" sem vinnur á DOMINOS og í flest skipti sem ég hef fengið að tala við bakarann eða einhvern á þeim stað sem sér um pizzuna hefur þetta verið "ekkert mál" og þeir sjálfir hissa á skeytingarleysi þjónustuversins..
Fólki er alldrei gefið sammband við búðinar þannig þessi settning er ekki rétt , ástæða fyrir því að ekki er leyfilegt að gefa sammbandi við búðirnar er því stundum þarf þjónustuver að ná sammbandi við búðina í einum grænum eða eitthvað kemur uppá
Bottom line: Þegar pizza kostar næstum 3kall í heimsendingu og er dýrasta pizza í heimi vill ég fá lágmarks þjónustulund og skilning - er það of mikils mælst?????
Þú verður að gera þér grein fyrir því að ef pizzan kostar 3 þúsund kall þá er sú ástæða að þú ert að hrúa miklu áleggi á hana , Domino's þeir taka ekki neitt aukalega fyrir að senda heim
Ég er að vinna þarna í þjónustuverinu og fólk sem er að hringja og panta er oft á tíðum mjög dónalegt og sýnir enga virðingu í okkar garð ,
D (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:51
Nú er ég yfirmaður hjá þessu "skítafyrirtæki" og finnst leitt að þú hafir komið svona illa útúr þessu, síðast þegar ég kíkti var hægt að helmingaskipta pizzum og sá ég helling af helmingaskiptum pizzum á skjá hjá mér í síðustu megaviku og megavikurnar þar á undan.
Einnig vill ég leiðrétta það sem hann "D" segir að ástæðan fyrir því að fólk er ekki gefið samband við búðirnar er svo að símaverið geti alltaf náð í þá, það er hreinilega rangt, málið er að ástæðan fyrir því að símaverið sé til staðar er til að það sé svona... buffer og tekur við kvörtunum og er svona miðlæg stöð þessa alls, stundum er það neikvætt en oftast er það þó jákvætt, oft niðrí búð hefur fólk hreinilega ekki tíma að útskýra fyrir kúnnum hvernig þetta virkar og hvernig annað virkar og hefur Dominos eytt helling af pening í að byggja upp símaverið til að taka á þeim málum svo að kúnninn fái samt sem áður eins góða þjónustu og völ er á.
Einnig, þó að þú lendir á "hægum" aðila þegar þú hringir í 58-12345 sem virðist alls ekki skilja það sem þú biður um varðandi sérþarfir og svona er alltaf hægt að biðja um samband við vakstjóra sem vita flestir tiltörulega meira um hlutina heldur en aðrir starfsmenn.
Og megavikan er mishagstætt eftir því hvað þú pantar, ef þú færð þér D.Extru ertu að græða helling af pening jafnvel þó að þú hefðir stefnt á að taka tvær og með því tvennutilboð en ef þú ert einfaldlega að fá þér margaritu er sparnaðurinn ekki mikill.
Einnig hefur Dominos gert rosalegt átak í öllum þjónustumálum yfir síðustu mánuðina og er til dæmis í dag hægt að segja með stolti að rúmlega 90% af þeim sendingapöntunum sem koma inn á dominos eru komnar til skila og sendillinn kominn aftur niður í búð undir 30 mínútum og hin 10% eru oftast bara rétt yfir 30 mínútum þó að auðvitað læðist ein og ein sending þarna inni sem fer á himinháann tíma, enda gerist stundum eins og hjá öllum fyrirtækjum að það er mun meira að gera en búist var við á ákveðnum tíma og er þá undirmannað.
Ónefndur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning