Færsluflokkur: Bloggar
1.8.2010 | 11:21
Allir bíða spenntir eftir áfalli!
Mér finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með áfallavaktinni um verslunarmannahelginna. Það er svolítið eins og fréttamenn haldi að þau okkar sem ekki fóru útá land séum í kvíðakasti yfir afdrifum þeirra sem fóru. Hvernig væri fyrirsögn eins og Td "Allir farnir, heyrumst eftir helgi" og síðan yrði dálkurinn tómur... Það væri líka athyglisvert að skrifa um raunir höfuðborgarbúa eins og Td "Fór æðrulaus í sólbað en vaknaði of seint til að fara í Golf" eða "Ung kona fann nýja gönguleið í Elliðarárdalnum, kjölturakka sínum til mikillar ánægju" En svona í alvöru er ég afar ánægður með að orðið "stóráfallalítið"?? sé notað frekar en eitthvað annað og að þegar margir Íslendingar komi saman og fari á fyllerí sé einhver að fylgjast grannt með tölulegum upplýsingum svo við höfum nú eitthvað til að hneikslast yfir eða hrósa fyrir eftir helgi...
Nóttin víðast stóráfallalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010 | 01:03
Íslenski Gullfiskurinn
Kæri Gullfiskur
Vinsamlegast ekki gleyma afhverju þú ert staddur þar sem þú ert núna. Ekki gleyma spilltu einkaklúbbunum sem settu þig í þessa stöðu. Ekki gleyma hvernig græðgin og viðbjóðurinn sem henni fylgdu smituðu vatnið þitt fyrir nokkrum tímabilum. Ekki gleyma því hvernig hrægammarnir komu þá og misnotuðu traust og ílla hannaðar reglugerðir til að koma sér og sínum alminnilega á spenann. Ekki gleyma því hvernig fór þegar allt líf hafði verið murkað úr brjóstinu og við börðumst við hvort annað fyrir síðastu dropana. Gerðu það að gleyma ekki hvernig hákarlarnir fóru fram í nafni ódauðleika og heimsyfirráða. Í guðanna bænum ekki gleyma því hvernig forustan okkar á þeim tíma var innvinkluð í ógeðið og stóð hjá aðgerðalaus þrátt fyrir að vita hvað væri í gangi. Kæri Gullfiskur þú bara mátt ekki gleyma því að síðar kom í ljós að sama forustan hafði verið á spenanum allan tímann og neitaði bara hrokafullt fram í rauðan dauðan. Sko ástæðan fyrir því að ég sendi þér nú þetta Email Kæri Gullfiskur er sú að þú virðist vera búin að gleyma þessu öllu því Beady hrægammur er kominn aftur og Bjöggi homie og Óli arabi og Sigurjón gullgöltur og Jón fátæki og allir hinir? Ég ætlaði bara að minna þig á þetta afþví ég efast um að þú munir þetta eða neitt annað sem snýr að beint að rassgatinu á sjálfum þér en bara ábending í vinsemd og kærleik.
Kær Kveðja
Brjánsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2010 | 14:01
Blogg
Ég var búin að gleyma að ég væri með blogg - hugsa að ég byrji aftur að tuða í sumarfríinu mínu um málefni líðandi stundar fyrir sjálfan mig að lesa seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 19:57
If you cant beat them, join them!
Málið er einfallt en rosalega lúmskt og af því virðist flókið að koma sér til skila. - Tölvutækar upplýsingar í dag verða aldrei nógu vel varðar til að næsti hakkari og eða hugmyndasmiður geti fundið lausn til að tengja neytandann milliliðalaust við upprunann eða þá allavegna verða sjálfur milliliðurinn. Ég næ bara ekki alveg þessum "futile" tilraunum úreltu milliliðanna sem mökuðu krókinn feitar áður, að vernda og reyna að passa eignir sínar. Ég tek það fram að ég er enginn Apple maður neitt frekar en PC, heldur tengjist þessi umræða því hvernig fyrirtæki og eiginlega bara nútíminn aðlagast breyttum aðstæðum, Steve Jobs virðist vera eini maðurinn sem er allavegna "að reyna", ég vona líka að hans "track-record" í þessum efnum s.b.r.(tónlist) IPOD hljóti að veikja stoðir þessara risaeðla sem halda í gömul gildi og þar með kannski auðvelda okkur aðgang og þá helst "með löglegum hætti" svo allir geta gengið glaðir í gegnum þessar dyr breytinga sem nú blasa við okkur með tilliti til auðveldara aðgengi "og eða" auknu geymsluplássi og hraða á upplýsingaflæði.
Kvikmyndaleiga á iTunes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 17:39
Í þágu vísinda
Ótrúlegt ef maður hugsar útí það hvað hvalveiðar eru orðnar úreltar. Ég man alveg tímann sem hvalveiðar skiptu máli og þá var ekkert sjálfsagðara en að nýta þessa auðlind , í dag skipta þær engu! en gamlir þrjóskhausar bæði hér á landi og í asíu virðast ekki alveg vera að ná skilaboðunum, kannski fengu þeir ekki memóið?
Ég væri gífurlega spenntur að heyra einhverntímann í vísindamönnunum sem eru alltaf að veiða hvali einhverstaðar og vísindast með líkin, hvað er verið að rannsaka og afhverju er ekki bara hægt að rannsaka þá lifandi eins og er gert með fíla og önnur risaspendýr? Látum bara þessi grey í friði - það er engan veginn þess virði ef maður tekur pros and cons og vegur þá skynsamlega...
Free willy :)
Segjast hafa hrakið hvalveiðiskipin af miðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2008 | 18:38
Skamm Dominos
Við höfum öll keypt pizzur á MEGAVIKU. Við höfum höfum öll orðið södd af fínni sneið og skilið endann eftir með góða tilfinningu í hjarta, haldandi það að við höfum gert kostakjör og eigum skilið að vera södd og sæl, buddunnar og magans vegna. Þetta er rangt! Það er ekkert ódýrara að kaupa pizzu á MEGAVIKU en á öðrum tímum - það er bara sett upp öðruvísi? En það er ekki umræðuefnið að þessu sinni, heldur ófyrirgefanleg vanvirðing og heimakærleiki DOMINOS,- hér er dæmi sem er tekið óbreytt úr mínum sérvitra raunveruleika...
Á megaviku get ég ekki skipt pizzunni minni? Afhverju í andsk get ég ekki ákveðið sjálfur hvað er á minni pizzu þótt DOMINOS sé með einhverja auglýsingaherferð í gangi? Svörin sem ég hef fengið eru þau að það er svo mikið að gera! Það er í sjálfum sér afsakanlegt að einhverju leiti en ekki þegar klukkan er 11:21 og ég var staddur á svölum í kópavogi þar sem ég sá staðinn og þegar ég gekk að ná í pizzunna var enginn önnur pöntun en mín á hillunni... Afhverju er þeim svona skítsama um okkar þarfir að reyna ekki einu sinni? Þetta er einfallt tölvudaæmi sem að vel þjálfaður api gæti lært að tileinka sér - en NEI það er ekki hægt! Það er bara hægt á okkar skilmálum og þegar okkur hentar... og svo ég endi á setningunni sem ég fékk sjálfur - "Ætlaru að panta pizzu eða ekki"?
Seinna dæmið er hlutur sem ég lendi iðulega í þegar ég panta pizzu,,, ég er byrjaður að setja mig í stellingar áður en ég hringji afþví ég skammast mín fyrir að vera svona kræfur.. Ég vill pizzunna mína alltaf eins... En ég vill fá chillypipar á helminginn nema ég vill að piparnum sé dreyft á sitthvorn af tveimur helmingunum. NEI ÞETTA ER EKKI HÆGT!!!! En JÚ þetta er nefnilega ekkert mál og ég fæ þetta alltaf í gegn en ég þarf alltaf að rífast og tala við vaktstjóra og lenda í einhverju rugli. Er þetta eðlilegt að svona stórt þjónustu fyrirtæki í matvælaiðnaði geti ekki gert mér til geðs - það þarf bara að bæta við tveimur tölustöfum í pöntunina og senda email á alla bakarana til að þetta geti gengið en NEI viðhorf DOMINOS er að þetta sé ekki hægt!!!!!!
Ég verð að taka fram að það er mest "gott fólk" sem vinnur á DOMINOS og í flest skipti sem ég hef fengið að tala við bakarann eða einhvern á þeim stað sem sér um pizzuna hefur þetta verið "ekkert mál" og þeir sjálfir hissa á skeytingarleysi þjónustuversins..
Bottom line: Þegar pizza kostar næstum 3kall í heimsendingu og er dýrasta pizza í heimi vill ég fá lágmarks þjónustulund og skilning - er það of mikils mælst?????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2007 | 00:06
Æjjji ég hélt að við yrðum best í þessu líka
Áætlanir uppi um að Kaupmannahöfn verði rafbílaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 11:18
Who really gives a shit?
Reyndu bara að standa þig með landsliðunu fóboltastrákur, okkur er skítsama hvort þú sért í 1 eða 5 deild á englandi ef þú átt í þig og á. En samt örugglega fúllt fyrir þig að vera einhverskonar frítt kaffi í samningarviðræðum um Senegalan...
Umboðsmaður Heiðars ræðir við WBA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 11:08
Marketing eða Byltingin?
Ég veit ekki hvað það er, - en ég fæ gæshúð af löngun í þessa græju, magin á mér léttist við tilhugsunina við að eiga þennan hlut, Fegurð hans situr í mér eins og brjóstsviði eftir að ég sá þetta myndbrot og ég er engin tölvukall eða græjunörd en ég bara verð að eignast hann... Er þetta marketing eða er þetta byltingin?
send
Biðin á enda eftir iPhone símanum í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 10:54
Ætli hann fái vinnu í BNA
Ég held að Carlyle Group sé að auglýsa eftir óspjölluðum erindrekum...
Japanskur ráðherra segir af sér vegna ummæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)