13.1.2008 | 17:39
Í þágu vísinda
Ótrúlegt ef maður hugsar útí það hvað hvalveiðar eru orðnar úreltar. Ég man alveg tímann sem hvalveiðar skiptu máli og þá var ekkert sjálfsagðara en að nýta þessa auðlind , í dag skipta þær engu! en gamlir þrjóskhausar bæði hér á landi og í asíu virðast ekki alveg vera að ná skilaboðunum, kannski fengu þeir ekki memóið?
Ég væri gífurlega spenntur að heyra einhverntímann í vísindamönnunum sem eru alltaf að veiða hvali einhverstaðar og vísindast með líkin, hvað er verið að rannsaka og afhverju er ekki bara hægt að rannsaka þá lifandi eins og er gert með fíla og önnur risaspendýr? Látum bara þessi grey í friði - það er engan veginn þess virði ef maður tekur pros and cons og vegur þá skynsamlega...
Free willy :)
Segjast hafa hrakið hvalveiðiskipin af miðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var bara eitt skip í flotanum ? Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 13.1.2008 kl. 21:15
Það þarf líklega að nýta hval í hófi, en hins vega eiga hvalir ekki að njóta neinna forréttinda að vera ekki veiddir...
Sigurjón, 13.1.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning